Um hirðinn

Góði hirðirinn er til húsa á Köllunarklettsvegi 1

Góði Hirðirinn

Góði hirðirinn er nytjamarkaður SORPU sem hefur það að markmiði að endurnýta og draga úr sóun. Hlutir sem fara í nytjagám á endurvinnslustöðvum SORPU rata til okkar og getur það verið allt á milli himsins og jarðar ! Hér leynastýmsir fágætir fjársjóðir. Gerðu hagstæð kaup, verndaðu umhverfið með því að endurnýta og skapa eitthvað nýtt úr því gamla. Hér eru endalaus ævintýri!

Hjartað og sálin í Góða hirðinum eru uppfinningasamir og snjallir viðskiptavinir okkar: grúskarar, safnarar, hönnuðir, iðnaðarfólk og almenningur sem nýtir og kaupir gamla hluti og gefur þeim framhaldslíf.

Góða hirðirinn er ekki hagnaðardrifin starfsemi og allur ágóði rennur til góðgerðamála og líknarfélaga.

Kassinn

Kassinn er opið, fjölþætt rými fyrir hvers konar viðburði. Listamenn, hönnuðir, iðnaðarmenn, kennarar og fleiri eru velkomnir til að nýta sér Kassann. Í Kassanum erum við með reddingakaffi, vinnustofur, sýningar og aðra viðburði sem sýna fram á alls konar möguleika með hringrásarhagkerfið; hvernig við endurnotum, endurframleiðum og breytum einhverju gömlu í nýtt og sniðugt. Það getur allt gerst í Kassanum – ef þú hefur áhuga á að nýta þér Kassann, hafðu þá samband hér