Skemmtileg stund í Góða
Laugardaginn 6. desember kom Þórarinn Eldjárn til okkar og las nýjustu barnabókina sína, Bangsapokinn, og var fullsetið! Bæði af böngsum og fólki. Allir bangsar voru gefins í tilefni upplestursins og fundu margi bangsar ný heimili ❤️
Bangsapokinn er myndskreytt barnasaga fyrir börn á öllum aldri. Þar segir frá fullum poka af heittelskuðum böngsum sem fyrir mistök afa lenda í nytjagámi Sorpu. Ógæfan virðist vofa yfir og algjör glötun blasir við þegar í ljós kemur að bangsarnir munu trúlega enda á haugunum. Allt fer þó vel að lokum.
Eftir upplesturinn kom skólahljómsveit Austurbæjar sem spiluðu fyrir okkur mörg falleg og skemmtileg jólalög.
Við þökkum öllum fyrir frábærar dag 🎄🎶