Við erum þakklát fyrir tvær tilnefningar til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna, í flokki almannaheilla fyrir herferðina okkar, Svartur föstudagur fyrir umhverfið.
Markmið herferðarinnar var að fá fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það færi af stað í neyslubrjálæði dagsins og var aðeins í birtingu á þessum eina svarta degi
Takk kærlega ENNEMM fyrir frábært samstarf
Svo óskum við líka vinum okkar hjá Umhverfisstofnun innilega til hamingju með tilnefningu í flokki Almannatengsla fyrir íslenska úrgangsfjallið! Fjallið var sett upp í Kassanum hjá Góði hirðirinn okkar til að kynna breytingar í úrgangsmálum árið 2023 og hvetja öll að taka þátt í að mynda hringrásarhagkerfi á Íslandi af fullum krafti.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir umhverfið og góð hvatning fyrir okkur öll!