Opið hús 25. apríl, 11:00-15:00!
Við fögnum sumardeginum fyrsta og um leið fyrstu uppskerunni af næringarríkri moltu og bjóðum í opið hús í GAJU sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl. Þetta er spennandi tækifæri til að forvitnast um ferðalag matarleifanna um jarðgerðarstöðina en á síðasta ári flokkuðu íbúar höfuðborgarsvæðisins um 10.500 tonn af lífrænum úrgangi - það er ekkert smá vel gert!
D A G S K R Á 11:00-15:00
Leiðsögn um stöðina á hálftíma fresti
Stjörnu Sævar verður með fræðslu fyrir yngsta fólkið – hefst kl. 13.00
Sérfræðingar frá Grasagarði Reykjavíkur veita fræðslu um moltu
Boðið verður upp á pylsur og gos meðan birgðir endast*
Öllum velkomið að mæta með kerru, fötu eða fjölnota poka og ná sér í moltu fyrir vorverkin í garðinum, endurgjaldslaust
Við hlökkum til að sjá þig!