Jólauppboð 2025

15. desember 2025

897.200kr söfnuðust fyrir Ljósið!

Laugardaginn 13. desember héldum við okkar árlega jólauppboð og fór allur ágóði til Ljóssins ❤️

Uppboðið heppnaðist einstaklega vel! Hinn eini sanni KK var uppboðshaldari og stóð hann sig frábærlega en við áttum auðvitað ekki von á öðru og þökkum við honum kærlega fyrir að gefa okkur sinn tíma 🤩

29 munir voru á uppboðinu og seldust þeir allir og gátum við þá gefið 897.200kr til Ljóssins.

Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og þáttökuna til að styðja við þessi mikilvægu samtök.